Hver stendur á bak við félagið S126 ehf. á keppnisbúningum ÍA?Nýr keppnisbúningur ÍA fyrir yngri flokka félagsins í knattspyrnu kemur vel út og eru iðkendur ánægðir með gula búninginn.

Að venju eru fjölmörg fyrirtæki sem styðja við bakið á ÍA með því að kaupa auglýsingar á búninginn – og fer ekkert á milli mála hvaða fyrirtæki það eru.

Það eru ekki margir sem vita hver stendur á bak við félagið S126 ehf. sem er á áberandi staða á bakhlið búningsins.

Björn Bergmann Sigurðarson, atvinnuknattspyrnumaður og landsliðsmaður, er maðurinn á bak við S126 ehf. – en tilvísunin er í heimilisfang foreldra hans við Suðurgötu 126 á Akranesi.

AuglýsingAuglýsing