Eins og fram hefur komið á skagafrettir.is er stefnt að því að fella sementsstrompinn fimmtudaginn 21. mars 2019.
Við óskum eftir aðstoð allra þeirra sem hafa hug á því að taka myndbönd frá atburðinum – sérstaklega þeirra sem eru með dróna á sínum snærum.
Markmiðið er að safna saman myndefni, klippa það saman í „geggjað“ myndband sem mun lifa um aldur og ævi á veraldarvefnum.
Hinn eini sanni Kristinn Gauti Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður frá Akranesi, verður í fararbroddi fyrir hönd Skagafrétta að skrásetja viðburðinn á „filmu“.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta haft samband á fésbókarsíðu Skagafrétta, eða með tölvupósti á [email protected]
Auglýsing
Auglýsing