Arnór horfir á alla leiki ÍA í gegnum ÍATV og spáir liðinu í topp 5



Tveir Skagamenn eru í íslenska landsliðinu í knattspyrnu karla sem mætir Andorra á föstudaginn í undankeppni Evrópumótsins.

Það eru þeir Arnór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson en þeir leika báðir í rússnesku úrvalsdeildinni.

Arnór er áberandi í viðtölum hjá íslenskum fréttamiðlum sem hafa fylgt liðinu þar sem það undirbýr sig í æfingabúðum landsliðsins á Spáni.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Arnór sem birtist á visir.is í morgun.

Í viðtali við fotbolti.net segir Arnór að hann horfi á hvern einasta leik með sínu gamla félagi ÍA í gegnum ÍATV. Arnór hefur mikla trú á ÍA liðinu í Pepsimax-deild karla í sumar – og spáir liðinu einu af fimm efstu sætunum.

Auglýsing



Auglýsing