Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag. Í tilefni dagsins var haldið málþing í Háskóla Íslands.
Á málþinginu kynnti Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis nýjustu niðurstöður mælinga á hamingju Íslendinga.
Íbúar á Akranesi eru á meðal þeirra allra hamingjusömustu í þessari rannsókn.
Grindavíkingar eru hamingjusamastir með 8 í einkunn en skammt þar á eftir koma íbúar á Akranesi, Hveragerði og Fjarðabyggð með 7,9 í einkunn
Í könnuninni eru íbúar spurðir hvernig þeim líður á skalanum 1-10 þar sem 1-3 merkir óhamingjusamur, 4-7 hvorki né og 8-10 hamingjusamur.
Þegar spurt var um óhamingju eru fæstir á Akranesi sem völdu þann valkost í könnunni eða 0,4%.
Auglýsing
Auglýsing