Skagamaðurinn Rúnar Þór Gunnarsson hefur látið að sér kveða í bogfimiíþróttinni á Íslandi á undanförnum misserum.
Um s.l. helgi varð Rúnar Þór Íslandsmeistari í keppni með trissuboga í opnum flokki. Árið byrjar vel hjá Rúnari því hann fagnaði einnig Íslandsmeistari í flokki 50 ára og eldri (mastersflokki) í febrúar s.l.
Rúnar Þór er fæddur og uppalinn á Akranesi, hann er sonur Gunnars Þórs Jónssonar og Guðlaugar Sigrúnar Sigurjónsdóttur.
Hann er nýfluttur aftur á Akranes með sambýliskonu sinni og er ánægður með að vera kominn aftur heim.
Pabbi hans ýtti honum út í bogfimina, enn Gunnar Þór hafði verið virkur í bogfimi um nokkurra ára skeið áður enn að Rúnar Þór fór að stunda bogfimi. Saman hafa þeir unnið að því að koma upp einni flottustu bogfimiaðstöðu landsins heima hjá Gunnari Þór á Stóra Núpi í Gnúpverjahreppi.
Rúnar Þór hefur sett nokkur Íslandsmet á sínum bogfimiferli, tekið þátt í nokkrum mótum erlendis og var tilnefndur og kom til greina í valinu á bogfimimanni ársins fyrir árið 2018.
Auglýsing
Auglýsing