Skipverjar á Bjarna Ólafsssyni bera sig vel þrátt fyrir loðnubrestSkipverjar á uppsjávarskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70 bera sig vel þrátt fyrir loðnubrest og válynd veður á miðunum undan strönd Írlands. Bjarni Ólafsson hefur á undanförnum vikum verið á kolmunnaveiðum vestan við Írland. Aflabrögð hafa verið góð þegar veður hefur gefið til veiða.

„Nú virðist kolmunninn vera kominn allur inn í írska landhelgi. Við munum sækja hann næst í færeyskri lögsögnni – þegar hann hefur dröslast í gegnum þá írsku – og skosku einhverntíma í apríl. Annars bara góðir,“ segja skipverjar á Bjarna í færslu á fésbókinni.

Þrjár myndir eru með færslunni af Bjarna Ólafssyni í gegnum tíðina. Þrír bátar í eigu útgerðarinnar hafa verið með gula Skagalitinn eins og sjá má á þessum myndum.


 

AuglýsingAuglýsing