Gríðarlegt fjölmenni fylgdist með í dag þegar Sementsstrompurinn var felldur.
Áhorfendasvæðin voru þéttskipuð og fjölmiðlar sýndu verkefninu áhuga.
Felling strompsins gekk vel en nokkrar tafir voru á verkefninu í dag. Fresta varð fellingunni um tvær klukkustundir fram til 14. 00 í stað 12:15 eins og upphaflega var áætlað. Neðri hluti strompsins var síðan felldur rétt um kl. 15.00 en hann átti að falla fjórum sekúndum eftir að fyrri sprengingin var framkvæmd.
Rétt um 5000 hafa nú séð myndband frá fellingu strompsins sem var í beinni útsendingu á skagafrettir.is.
Allir stóru fréttamiðlar landsins voru á Akranesi í dag að flytja fréttir frá gangi mála á Akranesi.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa frá fellingu efri hluta strompsins og samanklippt myndband frá ÍATV.