„Ég var valin í þetta hlutverk, að vera mamma hans Emils Daða“„Ég er búin að finna mitt hjartans mál. Ég var valin í þetta hlutverk, að vera mamma hans Emils Daða. Eins gott að klúðra því ekki,“ segir Skagakonan Sandra Björg Steingrímsdóttir í ítarlegu viðtali sem birt var í dag helgarútgáfu Fréttablaðsins.

Sandra Björg segir það að hafa eignast Emil hafa kennt sér ótrúlega margt. „Fyrst og fremst þolinmæði. Við lifum í núinu, tökum einn dag í einu þar sem við njótum lífsins og fögnum litlu sigrunum.“

Emil Daði varð ársgamall þann 17. janúar en hann er með Downs heilkenni. Sandra og Emil voru á meðal fjölmargra sem komu saman á alþjóðlegum degi um Downs heilkenni sem var haldinn hátíðlegur í veislusal Þróttar 21. mars síðastliðinn.

„Þessi dagur er haldinn hátíðlegur með það að leiðarljósi að auka vitund og minnka aðgreiningu. Þjappa saman fjölskyldum og aðstandendum einstaklinga með Downs og gefur okkur færi á að miðla af reynslu, fræða og setja fókus á það sem betur má fara í samfélaginu,“ segir Sandra Björg.

Viðtalið má lesa í heild sinni með því að smella hér. 


AuglýsingAuglýsing