Fjórir Skagamenn í liði Íslands sem náði frábærum úrslitum gegn Þjóðverjum



Fjórir Skagamenn komu við sögu í U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu karla sem lék gegn Þýskalandi í dag í milliriðli undankeppni EM 2019.

Ísland er í afar góðum mál­um í millriðli sín­um í undan­keppni Evr­ópu­móts karla 17 ára og yngri eft­ir 3:3-jafn­tefli við heima­menn í Þýskalandi í 4. riðli í dag.

Frá vinstri. Hákon Arnar, Oliver, Jón Gísli, og Ísak Bergmann.

Andri Lucas Guðjohsn­en skoraði öll mörk ís­lenska liðsins. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Þýskaland.  Andri jafnaði metin í upphafi síðari hálfleik og á 63 mínútu jafnaði hann enn á ný fyrir Ísland með þriðja marki sínu.

Ís­land er í topp­sæti riðils­ins með fjög­ur stig eft­ir tvo leiki og með sigri á Hvíta-Rússlandi á þriðju­dag­inn, gull­trygg­ir liðið sér sæti í loka­keppn­inni sem fram fer á Írlandi í maí.

Strákarnir unnu Slóveníu 2-1 í fyrsta leik sínum í riðlinum á meðan Þjóðverjar gerðu jafntefli við Hvíta Rússland 1-1.

Þrír leikmenn úr röðum ÍA voru í byrjunarliðinu í dag og var Oliver Stefánsson fyrirliði, Ísak Bergmann Jóhannesson og Jón Gísli Eyfjörð Gíslason voru einnig í byrjanarliðinu. Hákon Arnar Haraldsson kom inná sem varamaður undir lokin í stöðunni 3-3.

Jón Gísli, sem kom til ÍA úr Tindastóli í vetur, skoraði eitt marka Íslands í fyrsta leiknum og lagði upp annað mark.

Leikurinn hófst kl. 11:00 og var hægt að horfa á leikinn hér fyrir neðan á vef þýska knattspyrnusambandsins.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að horfa á leikinn eða hér:

Byrjunarlið Íslands

Ólafur Kristófer Helgason (M)
Róbert Orri Þorkelsson
Oliver Stefánsson (F)
Jón Gísli Eyland Gíslason
Valgeir Valgeirsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Andri Lucas Guðjohnsen
Davíð Snær Jóhannsson
Mikael Egill Ellertsson
Andri Fannar Baldursson
Orri Hrafn Kjartansson

Auglýsing



Auglýsing