Metin falla á skagafrettir.is – tugþúsundir fylgdust með fellingu strompsinsFelling Sementsstrompsins vakti mikla athygli í gær og er óhætt segja að viðburðurinn hafi komið Akranesi í kastljósið.

Fréttaflutningur var með ýmsum hætti og margir fréttamiðlar miðluðu fréttum frá Akranesi í gær.

Það var ekki aðeins strompurinn sem féll í gær – gömul met féllu í gestafjölda á skagafrettir.is og ný viðmið hafa nú verið sett.

Rétt um 6.000 notendur komu í heimsókn á vefinn í gær en gamla metið var 4.120 frá því í janúar 2019.

Um 7.000 hafa horft á myndband á fésbókarsíðu Skagafrétta – þar sem að bein útsending var frá fellingu strompsins.

Skagamenn voru víða að nýta sér tæknina til að fylgjast með gangi mála á vef Skagafrétta.

Kór eldri borgara á Akranesi fylgdist m.a. með í gegnum snjallsíma á kóræfingu sem fór fram í Miðgarði á meðan felling strompsins stóð yfir.

Skagamenn voru víða um heiminn að fylgjast með og sendu góðar kveðjur á fésbókinni. Með nýjustu tækni var hægt að fylgjst með í strætó, á Spáni, í Kaliforníu í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kanada, Hólmavík, Laugarvatni, Egilsstöðum, Kaupmannahöfn, Charlotte í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.

Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson fylgdist með á vef skagafrétta og gaf sér tíma í að sjá sögulegan viðburð samhliða samningaviðræðum í Karphúsinu. Vilhjálmur er á þeirri skoðun að strompurinn hefði átt að standa áfram.

Á vef ÍATV var sett met sem verður án efa aldrei slegið.

ÍATV var með beina útsendingu og stórir fréttamiðlar á borð við Visir.is nýttu sér þá þjónustu.

Í morgun höfðu rúmlega 52.000 séð útsendinguna frá ÍATV.

Eins og áður segir var þeirri útsendingu streymt víða og þar á meðal hér á skagafrettir.is.

AuglýsingAuglýsing