Skagafréttir: „Sæll Hilmar. Til hamingju með 7 ára opnunarafmælið í Akranesvita.
Hilmar Sigvaldason: „Já takk kærlega fyrir það.“
Skagafréttir: „Ertu að vinna í dag?“
Hilmar Sigvaldason: „Nei ég er ekki að vinna í dag.“
Skagafréttir: „Er möguleiki að hitta á þig og taka viðtal í tilefni dagsins?“
Hilmar Sigvaldason:„Ekkert mál – ég er samt ekkert voðalega hress, með flensu og hósta. En við reddum þessu.“
Skagafréttir: „Ertu alveg viss? Við getum gert þetta þegar þú ert búinn að ná þér.“
Hilmar Sigvaldason: „Nei gerum þetta, þessi dagur kemur ekki aftur.“
Þessi svör Hilmars komu reyndar ekkert á óvart – hann er alltaf tilbúinn og ástríða hans fyrir verkefninu skín í gegn.
Skagafréttir hittu á Vitavörð okkar Skagamanna í dag í tilefni þess að þann 24. mars árið 2012 opnaði Hilmar Akranesvita með formlegum hætti fyrir ferðamenn.
Í viðtalinu hér fyrir neðan segir Hilmar frá því hvers vegna hann ákvað að taka Akranesvita í fangið og gera svæðið að ferðamannastað. Mörg hundruð þúsund ferðamenn hafa komið á svæðið við Akranesvita frá árinu 2012 og framtíðin er björt að mati Hilmars.
Viðtalið var tekið upp í mörgum hlutum þar sem að gera þurfti hlé á upptökunni vegna hóstakasta Vitavarðarins.
Til viðbótar var talsverð truflun af ferðamönnum sem voru á svæðinu, sem var tæknilega lokað í dag, en Hilmar gerði að sjálfsögðu hlé á viðtalinu til þess að sinna gestunum.
Á frídegi með flensu í viðtal við Skagafréttir – og hafði ekki stimplað sig inn í vinnu.
Auglýsing
Auglýsing