Skagastúlkan, Ilmur Jónsdóttir, sem er búsett á Írlandi ásamt foreldrum sínum gerði sér lítið fyrir og fagnaði Írlandsmeistaratitlinum í klifri í flokki 8-9 ára stúlkna um s.l. helgi.
Með árangri sínum náði Ilmur að tryggja sér keppnisrétt á stóru klifurmóti í Sheffield á Englandi. Þar mæta til leiks keppendur frá Englandi, Írlandi og Wales.
Þetta var fjórða mótið sem Ilmur vinnur á tímabilinu en hún hefur sigrað á öllum mótum sem hún hefur tekið þátt í.
„Hún er búin að leggja virkilega mikið á sig síðasta árið og við foreldrarnir erum ótrúlega stolt af henni,“ skrifara móðir hennar Ilmar á fésbókina.
Foreldrar Ilmar eru Ingunn Dögg Eiríksdóttir og Jón Ingi Þórðarson – sem er bæði frá Akranesi. Ingunn lék lengi með ÍA í knattspyrnunni en foreldrar hennar eru Ragnheiður Jónasdóttir og Eiríkur Þór Eiríksson.
Auglýsing
Auglýsing