Margir Skagamenn eiga góðar minningar frá árunum þegar Hótel Akraness var miðpunktur skemmtanalífsins í bænum.
Hótel Akranes sem var að finna við Bárugötu 15 hefur staðið autt í nokkur ár.
Engin starfsemi hefur verið í húsinu um langan tíma.
Á síðastliðnu ári hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á húsinu og nú hafa eigendurnir áhuga á því að hækka húsið.
Fyrirspurn þess efnis var lögð fyrir á fundi skipulags – og umhverfisráðs Akraness.
Þar kemur fram að eigendurnir hafi hug á því að koma fyrir 12 smáíbúðum með því að byggja ofaná „gamla Hótel Akraness.“
Skipulags- og umhverfisráð leggst ekki gegn því að byggðar verði íbúðir á Bárugötu 15 að því tilskyldu að breyting á skipulagi gangi eftir.
Hinsvegar leggst ráðið gegn því að bílastæði verði sett upp við Bárugötu 14 og 16.Umsækjandi þarf því með umsókn sinni að sína fram á hvernig hann hyggst leysa bílastæðamál er tengjast íbúðum á Bárugötu 15.
Auglýsing
Auglýsing