María Rún þrefaldur Íslandsmeistari – frábær árangur hjá ÍA í badminton



María Rún Ellertsdóttir náði frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór um liðna helgi. Skagakonan sem keppir fyrir ÍA varð þrefaldur Íslandsmeistari í U15 ára flokki,

Keppendur frá ÍA náðu góðum árangri á Íslandsmótinu en helstu úrslit eru hér fyrir neðan.

María Rún sigraði í einliðaleik, í tvíliðaleik með Margréti Guangbing Hu frá Hamri og í tvenndarleik með Gabríel Inga Helgasyni frá BH.

Aðrir verðlaunahafar frá ÍA eru:

Máni Berg Ellertsson fékk silfur í tvíliða- og tvenndarleik u13. Máni lék með Arnari Frey í tvíliðaleik og Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH í tvenndarleik.

Arnar Freyr Fannarsson fékk silfur í tvíliðaleik u13. Arnar Freyr og Máni Berg léku saman.

Sóley Birta Grímsdóttir fékk silfur í tvíliðaleik u13. Hún lék með Höllu Stellu frá BH.

Brynjar Már Ellertsson fékk silfur í tvíliðaleik og tvenndarleik u19. Brynjar lék með Davíð Erni í tvíliðaleik og Höllu
Maríu Gústafsdóttur BH í tvenndarleik.

Davíð Örn Harðarson fékk silfur í tvíliðaleik u19. Hann lék með Brynjari Má.

Brynjar Már Ellertsson er hér lengst til hægri ásamt Höllu Maríu Gústafsdóttur BH en þau fengu silfur í tvenndarleik.

María Rún sigraði í tvenndarleik með Gabríel Inga Helgasyni frá BH.

Máni Berg Ellertsson er hér lengst til hægri en hann fékk silfur í

tvenndarleik Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH í tvenndarleik.

Davíð Örn Brynjarsson og Brynjar Már Ellertsson fengu silfur í tvíliðaleik í u19.

María Rún sigraði í tvíliðaleik með Margréti Guangbing Hu frá Hamri.

Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg fengu silfur í tvíliðaleik u13.

Sóley Birta Grímsdóttir fékk silfur í tvíliðaleik u13. Hún lék með Höllu Stellu frá BH.

María Rún Ellertsdóttir efst á palli í einliðaleik U-15.

Auglýsing



Auglýsing