Sjáðu mörkin hjá Ísak Bergmann gegn Hvít-Rússum



Fjórir Skagamenn tóku þátt í miklu ævintýri með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu karla.

Liðið tryggði sér sæti í úrslitum bestu liða Evrópu í úrslitakeppni EM sem fram fer í maí á þessu ári.

Skagamaðurinn Ísak Bergmann  Jóhannesson skoraði tvö fyrstu mörk Íslands í 4-1 sigri liðsins í gær gegn Hvít-Rússum í lokaumferð undankeppni EM.

Mörkin úr leiknum eru hér fyrir neðan.

Fjórir Skagamenn voru í þessu liði, Ísak Bergmann og Oliver Stefánsson sem leika báðir með Norrköping í Svíþjóð – en Oliver var fyrirliði Íslands í keppninni. 

Jón Gísli Eyfjörð Gíslason var í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum líkt og Ísak og Oliver. Jón Gísli kom til ÍA frá Tindastóli í vetur. Hákon Arnar Haraldsson er fjórði Skagamaðurinn í þessu liði en hann en hann kom inná sem varamaður í flestum leikjum liðsins.

Lokakeppni fer fram í Dublin dagana 3.-19. maí næstkomandi. Dregið verður í riðla 4. apríl í Dublin.

Auglýsing



Auglýsing