Öflugur hópur skipaður í Öldungaráð AkranessSamstaða var um skipan Öldungaráðs Akraness á Bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær.

Öldungaráðum er fyrst og fremst ætlað að vera formlegur vettvangur fyrir samráð við notendur um öldrunarþjónustu.

Sveitarfélögum er skylt að koma slíkum ráðum á laggirnar samkvæmt breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. okt. 2018.

Liv Aase Skarstad (B) verður formaður Öldungaráðsins en ráðið verður þannig skipað:

Kristján Sveinsson (S)
Elínbjörg Magnúsdóttir (D)
Varamaður: Ragnheiður Stefánsdóttir (S)

Fulltrúar frá Félagi eldri borgara (FEBAN)
Elí Halldórsson
Jóna Adolfsdóttir
Þjóðbjörn Hannesson
Varamaður: Viðar Einarsson

Fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE)
Ragnheiður Helgadóttir, hjúkrúnarfræðingur.

Öldungaráðum er ætlað að taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.

 

AuglýsingAuglýsing