Fótboltastrákar frá Akranesi í sviðsljósinuSkagamenn komu mikið við sögu í frábærum árangri U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu karla í undankeppni Evrópumótsins. Liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins sem fram fer í maí.

Ísak Bergmann Jóhannesson, Oliver Stefánsson, Jón Gísli Eyland Gíslason og Hákon Arnar Haraldsson léku allir með Íslandi í keppninni.

Ísak og Oliver eru atvinnumenn hjá Norrköping í Svíþjóð en léku upp yngri flokkana með ÍA, Hákon Arnar er leikmaður ÍA og Jón Gísli er það einnig en hann kemur frá Tindastóli á Sauðárkróki.

Dagblaðið /Vísir fjallar um liðið með ítarlegum hætti í dag og má lesa greinina hér.

AuglýsingAuglýsing