Akurnesingar í fremstu röð á bikarmeistaramóti í grjótglímuUm helgina fór fram Bikarmeistarmót Íslands í grjótglímu og voru klifrarar frá ÍA meðal þátttakenda.

Mótið hófst á laugardaginn á Smiðjuloftinu þar sem undanúrslit í C flokk(12-13 ára) og B flokk (14-15 ára) voru haldin. Klifrarar fengu 90 mínútur til að ljúka 15 klifurleiðum í sem fæstum tilraunum og fór sex efstu keppendur í stúlkna- og drengjaflokki áfram í úrslit.

Akurnesingar áttu góðu gengi að fagna og fóru sex ÍA-klifrarar áfram úr undanúrslitum í úrslit; þær Sylvía Þórðardóttir og Tinna Rós Halldórsdóttir í stúlknaflokki C og Rúnar Sigurðsson, Ellert Kári Samúelsson og Sverrir Elí Guðnason í drengjaflokki B, auk Hjalta Rafns Kristjánssonar sem fór áfram í flokki B.

Annar dagur móts fór fram í Klifurhúsinu í Reykjavík og hófst með úrslitum yngri flokka.

Í úrslitum klifra keppendur þrjár leiðir og er ein leið fyrir hvern flokk klifruð í einu. Þá klifrar einn keppandi úr hverjum flokki í einu en aðrir keppendur fá ekki að fyljgast með. Spennan var því mikil þegar leikar hófust og áhorfendur létu vel í sér heyra.

Í stúlknaflokki áttu Sylvía og Tinna Rós ágæta tilraun við fyrstu leið og náðu báðar bónus en kláruð ekki leiðina. Báðar toppuðu þær næstu tvær leiðir og tryggði Sylvía sér silfur með færri tilraunum en Tinna Rós sem fékk vel verðskuldað brons.

Í drengjaflokki klifraði Rúnar tvær leiðir af þremur og fékk silfurverðlaun á eftir Elís Garðarssyni sem sigraði, einnig með tvær leiðir af þremur en í færri tilraunum.

Í undakeppni eldri flokka keppti Brimrún Eir Óðinsdóttir fyrir ÍA og fór örugglega áfram í úrslit. Í úrslitum kvenna var hart barist en Brimrún Eir hafnaði í fimmta sæti, en allir keppendur toppuðu fyrstu tvær leiðir en engin lauk þeirri síðustu. Það voru því tilraunirnar sem gerðu útslagið en Brimrún Eir þurfti fimm tilraunir samanlagt í tveimur leiðum.

Bikarmótið var í alla stað vel heppnað, leiðaval fjölbreytt og skemmtilegt, og keppendur frá ÍA til fyrirmyndar í alla staði. Þá var góður hópur sjálfboðaliða og starfsmanna til taks bæði á Akranesi og í Reykjavík sem lögðu sitt af mörkum til að gera gott mót.

Klifurfélag ÍA getur vel við unað og klifrarar verið ánægðir með sitt eftir afrek helgarinnar.

 

AuglýsingAuglýsing