Hvað verður um Lopapeysuballið?



Akraneskaupstaður leitar eftir hugmyndum um hvernig  nýta má pökkunarskemmuna sem er staðsett að Faxabraut 10.

Húsið hefur á undanförnum árum verið notað fyrir Lopapeysballið. Og eflaust eru margir sem óttast um framtíð Lopapeysunnar.

Hér má sjá hugmynd um hvernig umrætt svæðið gæti litið út.

Ýmsar tillögur hafa verið viðraðar á fésbókinni hjá bæjarstjóra Akraness, Sævari Frey Þráinssyni.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af nokkrum þeirra.

Pökkunarskemman svokallaða var byggð árið 1978 og var áður í eigu Sementsverksmiðjunnar.

Húsið er 1.200 m2 og stendur á 3.700m2 lóð. Burðarvirkið er stálgrind.

Upphaflega var húsið óeinangrað en í seinni tíð hefur hluti þess verið stúkaður af, einangraður og klæddur með spónarplötum.

Skemman stendur á athafnarsvæði Faxaflóahafna og heimilt er að byggja tveggja hæða viðbyggingu við skemmuna sem fyrir er á lóðinni.

Auglýsing



Auglýsing