Ungverskur markvörður á reynslu hjá ÍA – stórsigur í æfingaleik í Wales



Leikmenn meistaraflokks ÍA í knattspyrnu hafa á undanförnum dögum verið í æfingabúðum í Cardiff í Wales.

Liðið lék í dag æfingaleik gegn University of South Wales og landaði ÍA öruggum 5-0 sigri.

Mörk ÍA skoruðu þeir Albert Hafsteinsson, Tryggvi Haraldsson, Steinar Þorsteinsson, Gonzalo og Þórður Þórðarson.

Ungverskur markvörður æfði með ÍA í þessari æfingaferð og fékk hann tækifæri að sýna sig og sanna gegn háskólaliðinu í dag. Leikmaðurinn er 22 ára gamall og heitir Adam Zima. Ekki er vitað hvort samið verður við Zima.

Skagaliðið kemur heim á fimmtudag en það styttist í að keppnistímabilið í Pepsi-Max deildinni hefjist.

ÍA leikur gegn KR í úrslitum Lengjubikarkeppninnar n.k sunnudag á heimavelli Þróttar úr Reykjavík og hefst leikurinn kl 19.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.


Auglýsing



Auglýsing