Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna er í höfn.
Lífskjarasamningur tryggir launafólki frekari kjarabætur.
Verkalýðsfélag Akraness, með Vilhjálm Birgisson formann og varaforseta ASÍ í broddi fylkingar, skrifaði undir samninginn í gær.
Samningurinn er til þriggja ára og átta mánaða, eða frá 1. apríl til 1. nóvember 2022 .
Í lífskjarasamningnum boðar ríkisstjórnin ýmsar aðgerðir.
M.a. eru þar fyrirheit um þriggja þrepa skattkerfi sem tryggja á 10.000 króna skattalækkun til hinna lægst launuðu á mánuði og vaxtalækkanir í kjölfar lækkunar stýrivaxta Seðlabankans, 12 mánaða fæðingarorlof og hærri barnabætur.
Að sama skapi eru gefin fyrirheit um umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum og uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins, sem eiga m.a. að lækka leiguverð á húsnæði og gera fólk auðveldara um vik með að leigja.
Aðgerðirnar eru metnar á um það bil áttatíu milljarða króna á samningstímabilinu,
Í gærkvöld virtist almenn sátt ríkja með útkomuna en hún er talin koma sér vel einkum fyrir barnafjölskyldur og þá sem eru lægst launaðir.
Auglýsing
Auglýsing