Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvívegis í 4-3 tapleik U16 ára landsliðs Íslands gegn Króatíu í knattspyrnu karla í gær.
Um var að ræða fyrsta leik Íslands í keppni sem heitir „UEFA Development Tournament“ en leikið er í Króatíu.
Orri Steinn Óskarsson skoraði einnig fyrir Ísland.
Næsti leikur er gegn Bólivíu og hefst hann á morgun, föstudag, kl. 10.00 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið Íslands:
Viktor Reynir Oddgeirsson (M)
Dagur Þór Hafþórsson
Hrafn Hallgrímsson
Birgir Steinn Styrmisson
Guðmundur Tyrfingsson (F)
Emil Karl Brekkan
Ari Sigurpálsson
Hákon Arnar Haraldsson
Orri Steinn Óskarsson
Anton Logi Lúðvíksson
Kjartan Kári Halldórsson
Auglýsing
Auglýsing