Gamla Kaupfélagið í fremstu röð á Íslandi með lambakjötið



Gamla Kaupfélagið á Akranesi fékk í dag mikla viðurkenningu ásamt 17 öðrum veitingastöðum.

Markaðsstofa Icelandic Lamb verðlaunar þá veitingastaði sem skara framúr í framleiðslu á íslensku lambakjöti og eru með áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.

Þetta er í þriðja sinn sem þessi viðburður fer fram. Tæplega 200 veitingastaðir á Íslandi eru í samstarfi við  Icelandic Lamb.

Tilgangur og markmið samstarfssamninga er að stuðla að því að íslensku lambakjöti sé skapaður frekari sess sem hágæða vara, með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.

Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson eru í dómnefndinni.

Eftirtaldir veitingastaðir hljóta Award of Excellence-viðurkenningar árið 2019:

Apotek Restaurant
Bjargarsteinn
Fiskfélagið
Gamla Kaupfélagið á Akranesi
Grillið – Hótel Sögu
Grillmarkaðurinn
Haust Restaurant
Höfnin
Íslenski Barinn
KOL
Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
Lamb Street Food
Laugaás
Matakjallarinn
Múlaberg Bistro
Narfeyrarstofa
Von Mathús
VOX

Auglýsing



Auglýsing