Meistari Jakob – efstur á palli í Meistaradeildinni



Meistari Jakob Sigurðarson stendur heldur betur undir nafni í hestaíþróttunum á Íslandi.

Skagamaðurinn, sem er félagi í hestamannafélaginu Dreyra, stóð efstur á palli í Meistaradeild VÍS 2019.

Keppni lauk á fimmtudag en alls voru 6 mót á keppnisdagskrá Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum á þessu tímabili.

Baráttan um efsta sætið var hörð en Jakob fékk alls 55 stig en Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir varð önnur með 51,5 stig.

Jakob Svavar er fæddur árið 1975 og er hann í fremstu röð á heimsvísu í hestaíþróttinni.  Hann varð m.a. heimsmeistari í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins 2017 hampaði þar með eftirsóttasta verðlaunagrip Íslands-hestamennskunnar, Tölthorninu.

Þar að auki náði Jakob verðlaunasætum í keppnum í hestaíþróttum og gæðingakeppnum og sýndi kynbótahross með afburða góðum árangri.

 

Auglýsing



Auglýsing