Ótrúlegur endasprettur ÍA – leika til úrslita um sæti í 1. deildÍA landaði ótrúlegum sigri í dag í undanúrslitum um sæti í næst efstu deild í körfuknattleik karla í dag.

Skagamenn léku gegn Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í úrslitaleik um sæti í úrslitum og fór leikurinn fram á heimavelli KV.

Lið ÍA hefur gengið í gegnum ýmsar þrautir á keppnistímabilinu og ungir leikmenn hafa fengið fleiri tækifæri að undanförnu.

Lið KV var með yfirhöndina í alls allt þar til 72 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá náðu Skagamenn að skora 12 stig gegn 2 stigum heimamanna.

Lokastaðan 89-95 fyrir ÍA.

AuglýsingAuglýsing