SkagaTV: Niðurrifið heldur áfram – veggir við sandþró mölvaðir niður



Niðurrif á mannvirkjum við sementsreitinn á Akrnesi heldur áfram.

Nýverið var hafist handa við að rífa niður hnausþykka veggi meðfram Faxabrautinni.

Veggirnir eru hluti af sandþró sem notuð var til að geyma skeljasand sem er mikilvægur hluti í sementsframleiðslu.

Svæðið sem um er að ræða er mjög stórt og verður mikil breyting á ásýnd svæðisins með þessari aðgerð.

Veggirnir sem verið er að brjóta niður liggja meðfram Faxabrautinni.

Verktakinn er Work North ehf. og er gert ráð fyrir um 40 milljóna kr. kostnaði við þetta verkefni. Þessi verktaki hefur unnið við niðurrif á mannvirkjum á Sementsreitnum á undanförnum misserum.

 

Auglýsing



Auglýsing