SkagaTV: Team Rynkeby liðið nýtti veðurblíðuna til æfinga á SkaganumVeðrið lék við stóran hóp hjólreiðafólks úr Team Rynkeby liðinu á Akranesi í dag.

Um var að ræða fyrstu sameiginlegu æfingu Team Rynkeby liðsins sem mun hjóla frá Kolling í Danmörku til Parísar í Frakklandi í sumar.

Um er ræða fjáröflunarverkefni til styrktar krabbameinssjúkum börnum og er þetta í þriðja sinn sem Ísland tekur þátt.

Fjölmargir Skagamenn eru í Team Rynkeby. Guðrún Gísladóttir er að fara í þriðja sinn í þetta verkefni en Kristinn Reimarsson fer í annað sinn í sumar

Skagafréttir ræddu við Guðrúnu og Kristinn í morgun í veðurblíðunni þegar hópurinn bjó sig undir æfinguna.

Team Rynkeby hófst árið 2002 þegar ellefu starfsmenn Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá Tour de France hjólreiðakeppnina. Rynkeby Foods var aðalstyrktaraðili hópsins og svo vel gekk að fá styrki að hagnaður var af ferðinni.

Þegar heim var komið afhenti hópurinn krabbameinsdeild sjúkrahússins í Óðinsvéum umtalsverða fjárhæð og þar með var búið að skapa hefðina.

Team Rynkeby liðin hafa öll sömu markmið sem eru:

AuglýsingAuglýsing