Hljómsveitin Scullcrusher frá Tónlistarskólanum á Akranesi stóð sig frábærlega á lokahátíð NÓTUNNAR sem fram fór á Akureyri um s.l. helgi.
Skullcrucher hlaut viðurkenningu í „Opinn flokkur – samleikur“ með Metalica laginu „From Whom the Bell tolls“
Meðlimir Skullcrusher eru Fannar Björnsson, rafgítar, Helgi Rafn Bergþórsson, söngur, Ingibergur Valgarðsson, trommur og Baldur Bent Vattar Oddsson, bassi
Þau tuttugu og fjögur atriði sem flutt voru á tvennum tónleikum í voru hvert öðru glæsilegra og geta nemendur verið stoltir af frammistöðu sinni.
Skullcrucher sigruðu í undankeppni Nótunnar fyrir Vesturland og Vestfirði sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi í mars s.l.
Þar uppskeran glæsileg hjá Tónlistarskólanum á Akranesi sem fékk fimm verðlaun af alls tíu