Eins og áður hefur komið fram náði sundfólk úr röðum ÍA góðum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Mótið fór fram um s.l. helgi.
Á lokakeppnisdeginum landaði Enrique Snær Llorens bronsverðlaunum í 400 metra fjórsundi og Brynhildur Traustadóttir gerði slíkt hið sama í 200 metra skriðsundi.
Brynhildur fékk tvenn bronsverðlaun á mótinu en hún bætti sig gríðarlega í 1.500 metra skriðsundi.