„Ég vildi mest koma hingað á Akranes þar sem ég þekki allt. Aðstaðan hér til æfinga er með þeim betri á landinu ef ekki sú besta. Gæðin á æfingunum komu mér einnig á óvart,“ segir Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður ÍA í viðtali við Skagafréttir.
Tryggvi samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad í ágúst árið 2017. Hann ákvað að koma á æskuslóðirnar á ný í spennandi verkefni með ÍA í efstu deild karla, Pepsimax-deildinni.
„Markmiðið í markaskoruninni í sumar er tveggja stafa tala,“ segir Tryggvi,
Framherjinn æfir nú með bróður sínum, Hákoni Arnari, og segir Tryggvi að Hákon hafi komið honum á óvart á æfingum.
„Ég vissi ekki að hann væri svona góður. Hann er miklu betri en ég var á þessum aldri. Framtíðin er hans,“ segir Tryggvi en viðtalið er í heild sinni hér fyrir neðan.