Hver verður bæjarlistamaður Akraness 2019? – Óskað eftir tilnefningum

Senn líður að því að nýr bæjarlistamaður Akraness taki við af Eðvarði Lárussyni – sem var útnefndur bæjarlistamaður Akraness árið 2018.

Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2019.

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn.

Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní við hátíðlega athöfn.

Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru um bæjarlistamann, en reglurnar má sjá hér.

Frestur til að skila inn tillögu er til og með 12. maí næstkomandi.

Eftirtaldir hafa hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Akraness: