SkagaTV: „Bíóhöllin er frábær fyrir slíkan viðburð“

Birgir Þórisson er með marga bolta á lofti í undirbúningi fyrir Söngkeppni Framhaldsskólanna.

Birgir er tónlistarstjóri keppninnar og leikur einnig með húsbandinu í þeim 26 atriðum sem verða í beinni útsendingu á RÚV laugardaginn 13. apríl.

Skagafréttir ræddu við Birgi í gær í Bíóhöllinni á meðan æfingar stóðu yfir og þar fer Borgnesingurinn yfir það helsta sem snýr að þessari stóru keppni.

„Ég tek þátt í mörgu í þessu ævintýri. Ég er þakklátur fyrir að Ísólfur Haraldsson skyldi treysta mér fyrir þessu verkefni í fyrra þegar keppnin var á Akranesi.

Það eru margir aðilar á Akranesi sem koma að þessu með ýmsum hætti. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarlífið og margt annað sem snýr að slíkri uppsetningu.

Bíóhöllin er frábær fyrir slíkan viðburð og kannski verður þessi uppsetning upphafið að einhverju nýju í samstarfi við sjónvarpsstöðvar,“ segir Birgir m.a. í viðtalinu