„Ég hlakka til og get varla beðið að fá að syngja hér á heimavelli í Bíóhöllinni. Ég stefni á að bæta mig og sigra sjálfa mig. Það er aðalmarkmiðið í keppninni,“ segir Jóna Alla Axelsdóttir við Skagafréttir.
Jóna Alla keppir fyrir hönd FVA í Söngkeppni Framhaldsskólanna sem fram fer laugardaginn 13. apríl.
Þetta er í annað sinn sem Jóna Alla tekur þátt í úrslitum keppninnar. Hún hefur einnig tekið þátt í The Voice á Íslandi með góðum árangri.
Viðtal við Jónu Öllu má sjá hér fyrir neðan en lagið sem hún ætlar að syngja heitir All in my head – eftir Tory Kelly.
Hér má sjá upprunalegu útgáfuna.