Aron Ísak söng best allra í Bíóhöllinni

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í gærkvöld í Bíóhöllinni á Akranesi.

Keppnin tókst í alla staði vel og kom vel út í beinni útsendingu á RÚV.

Smelltu hér til að sjá og heyra lögin sem stóðu upp úr í gær.

Alls tóku 26 skólar þátt en bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór sáu um að kynna keppendur

Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, stóð uppi sem sigurvegari. Hann flutti lagið „Love of My Life“ sem hljómsveitin Queen gerði vinsælt árið 1975 en það kom út á plötunni A Night at the Opera.

Lagið var samið af Freddie Mercury.

Anna Róshildur Benediktsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, varð önnur í öðru sæti keppninnar en hún söng lagið Súrmjólk í hádeginu eftir Bjartmar Guðlaugsson.

Diljá Pétursdóttir úr Verzló varð í þriðja sæti með lagi Radiohead, Creep.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/04/12/skagatv-markmidid-er-ad-sigra-sjalfa-mig/

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/04/12/skagatv-biohollin-er-frabaer-fyrir-slikan-vidburd/