Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunnar Akraness voru stofnuð árið 2014.
Frumkvæðið að stofnun félagsins kom frá fjórum íbúum á Akranesi og voru samtökin stofnuð í janúar 2014.
Ein mikilvægasta grunnstoð búsetu á Vesturlandi er öflug heilbrigðisþjónusta. Á liðnum áratugum hefur sú þjónusta m.a. verið byggð upp fyrir atorku og með öflugum stuðningi íbúa á starfssvæði HVE. Samstaða íbúa á Vesturlandi um heilbrigðisþjónustu er mikilvæg forsenda þess að verja og efla þessa grunnstoð samfélagsins,“ sagði meðal annars í stofnfundarboðinu árið 2014.
Undir það rituðu Steinunn Sigurðardóttir, Sævar Freyr Þráinsson, Sigríður Eiríksdóttir og Gísli Gíslason.

Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verður haldinn á HVE Akranesi laugardaginn 4. maí 11:00
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Afhending tækja til HVE
- Janus Guðlaugsson PhD, flytur erindi.
- Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum – Leið að farsælum efri árum
- Að dagskrá lokinni býður framkvæmdastjórn HVE upp á veitingar
- Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og nýir félagar eru velkomnir.