Sóley Birta og Írena Rut fá traustið frá Tinnu

Akranes kemur mikið við sögu í afrekshóp í badminton sem fer í æfingabúðir til Grænlands dagana 22.-29. júlí á þessu ári.

Frá vinstri: Írena Rut, Sóley Birta og Tinna.

Sóley Birta Grímsdóttir úr ÍA verður í hópnum. Írena Rut Jónsdóttir úr ÍA verður þjálfari og fararstjóri í ferðinni. Þjálfaranámskeið fer fram samhliða æfingabúðunum.

Tinna Helgadóttir, landsliðsþjálfari, á ættir að rekja á Akranes en foreldrar hennar eru frá Akranesi. Helgi Magnússon íþróttakennari og Arna Arnórsdóttir leikskólakennari.

Æfingabúðirnar fara fram í bænum Nuuk en afrekskrakkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi á aldrinum 13-17 ára voru valdir til þátttöku.

North Atlantic Camp eru nú haldnar í ellefta sinn.

Íslenska hópinn skipa:

  • Emma Katrín Helgadóttir, TBR
  • Sóley Birta Grímsdóttir, ÍA
  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS
  • Alex Helgi Óskarsson, TBS
  • Guðmundur Adam Gígja, BH
  • Steinar Petersen, TBR
  • Eiríkur Tumi Briem , TBR
  • Margrét Guangbing Hu , Hamar