Keppnistímabilinu hjá körfuknattleiksfélagi ÍA er lokið í 2. deild.
ÍA lék til úrslita gegn Álftanesi um sæti í 1. deild í gær. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Álftanesi. Að viðstöddu fjölmenni – og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á meðal áhorfenda.
Guðni Th. Jóhannesson mætti á leikinn í gær. Mynd/karfan.is
Heimamenn úr liði Álftaness náðu yfirhöndinin í síðari hálfleik – en ÍA var með nauma forystu í hálfleik.
Lokatölur 123-100.
Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV. Og má sjá útsendinguna hér fyrir neðan.