„Löskuð“ raddbönd stöðva ekki Sveinbjörn – frábær ábreiða


„Það er langt síðan ég hef leikið mér eitthvað með músík,“ segir Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir söng sinn með karlakórnum Fjallabræðrum.

Sveinbjörn hefur einnig laumað inn á samfélagsmiðla frábærum ábreiðum af þekktum lögum við góðar undirtektir.

Nýjasta afurðin er úr smiðju Nick Cave. Lagavalið hjá Sveinbirni er í takti við ástandið á söngrödd hans – en Sveinbjörn laskaði raddböndin þegar hann fékk högg á barkann í körfuboltaleik í janúar.

„Ég fékk högg á barkann í körfubolta í janúar. Það blæddi aðeins inn á raddböndin og  hef ekki getað sungið almennilega síðan. Efsti hluti radd-sviðsins er farinn og er engann veginn jafn mjúkur og ég var fyrir.
Búinn að láta kíkja á þetta nokkrum sinnum og sagt þetta geti einfaldlega tekið soldinn tíma að koma til baka. Þetta hefur haft meiri áhrif á mig en ég hélt að það myndi gera, lítið búinn að leika mér og syngja sem er fúlt eeeeen, ég er ennþá ágætur á lægri registerum og þá tekur maður bara Nick Cave til að leika sér aðeins. Play to your strengths og allt það.