Hekla í stóru hlutverki í Krakkafréttum á RÚV


Hekla Kristleifsdóttir lék stórt hlutverk í fréttaþættinum Krakkafréttum á RÚV nýverið.

Hekla, sem er nemandi í Brekkubæjarskóla á Akranesi, var einnig „ungur fréttamaður“ á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.

Hekla tók þátt í að vinna fréttina frá grunni, þar sem hún las einnig texta ásamt því að klippa inn myndefnið í fréttina.

Hekla er eins og áður segir búsett á Akranesi en hún er dóttir Kristleifs Brandssonar og Heiðrúnar Hámundardóttur

Smelltu hér til að horfa á fréttina.