Skagamennirnir Hákon Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason hafa að undanförnu æft með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping.
Hákon er fæddur árið 2003 og Jón Gísli árið 2002 en hann gekk í raðir ÍA frá Tindastóli s.l. haust.
Þeir eru báðir gríðarlega efnilegir og eru hluti U17 ára landsliðinu sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í Írlandi í maí.
Fyrir hjá sænska félaginu eru þeir Oliver Stefánsson (2002) og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) en þeir koma einnig báðir frá Akranesi.
Arnór Sigurðsson, sem nú leikur með CSKA í Moskvu, hóf atvinnumannaferilinn hjá IFK Norrköping.