Jón Gísli og Hákon við æfingar hjá IFK Norrköping


Skagamennirnir Hákon Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason hafa að undanförnu æft með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping.

Hákon er fæddur árið 2003 og Jón Gísli árið 2002 en hann gekk í raðir ÍA frá Tindastóli s.l. haust.

Þeir eru báðir gríðarlega efnilegir og eru hluti U17 ára landsliðinu sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í Írlandi í maí.

Fyrir hjá sænska félaginu eru þeir Oliver Stefánsson (2002) og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) en þeir koma einnig báðir frá Akranesi.

Arnór Sigurðsson, sem nú leikur með CSKA í Moskvu, hóf atvinnumannaferilinn hjá IFK Norrköping.