ÍATV hefur á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð í útsendingum á íþróttaviðburðum.
Það er öflugur hópur sjálfboðaliða sem hefur rifið þetta verkefni áfram með glæsilegum árangri.
Í útsendingu ÍATV í gær frá leik ÍA og Breiðabliks vakti ný grafík athygli.
Fagmannlega gert og mikið lagt í þessar útsendingar.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks auk viðtals við Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara ÍA.