Kylfingar sem eru félagar í Golfklúbbnum Leyni tóku gleði sína í kvöld þegar tilkynnt var um að opnað yrði inn á sumarflatir á öðrum degi Páska 2019.
Garðavöllur kemur vel undan vetri líkt og aðrir golfvellir landsins.
Fyrst um sinn verða holur 1-9 opnar inn á sumarflatir en vetrarflatir eru notaðar á holum 10.-18.
Stefnt er að því að opna holur 10.-18. í næstu viku.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Golfklúbbnum Leyni. Formleg opnun á nýrri félagsaðstöðu verður líklega um næstu helgi eða laugardaginn 27. apríl.