Samkvæmt langtímaveðurspá fyrir næstu þrjá mánuði má gera ráð fyrir meðalhiti á landinu öllu verði í hærra lagi miðað við meðaltal síðustu 30 ára.
Slæmu fréttirnar eru þær að þessum hlýindum fylgir úrkoma og eru 40-60% líkur á að úrkoma teljist markvert mikil um vestan- og norðvestanvert landið.
„Það leiðir af sér að það eru 20-40% líkur á að hiti verði markvert undir meðallagi með suður- og suðvesturströndinni,“ segir í greiningu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðing.
Þessar upplýsingar má finna á frábærum veðurvef sem kallast blika.is.
Í stuttu máli þá eru töluverðar líkur á rigningarsumri á Akranesi.
Það er veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson sem er maðurinn á bak við blika.is.