Skagamaðurinn Sturlaugur Haraldsson er í skemmtilegu viðtali í Fiskifréttum.
Sturlaugur, sem var á árum áður í hinu sigursæla ÍA liði í knattspyrnu, er í dag framkvæmdastjóri hjá einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims.
Fyrirtækið heitir Norebo og er einn stærsti framleiðandi á sjófrystum þorsk- og ýsuflökum í heiminum.
Sturlaugur heldur tvö heimili, í London og á Akranesi þar sem hann býr með eiginkonu sinni Þórunni Önnu Baldursdóttur skurðhjúkrunarfræðingi og börnum þeirra fimm.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér á vef Fiskifrétta.