Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Aron Logi Hrannarsson náðu frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu í latín dönsum sem fram fór um s.l. helgi í Blackpool á Englandi.
Rósa Kristín komst í undanúrslit ásamt dansfélaga sínum Aroni Loga.
Árangurinn er glæsilegur þar sem að 130 bestu danspör Evrópu í 16- ára og yngri hófu keppni á EM. Alls komust 14 pör í undanúrslit og sex af þeim kepptu síðan til úrslita.
Rósa Kristín, sem er fædd á Akranesi og býr þar ásamt foreldrum sínum. Hafsteinn Gunnarson og Kristjana Jónsdóttir eru foreldrar Rósu,
Rósa Kristín og Aron Logi æfa undir stjórn hjónanna Adam Reeve og Karen Reeve