Skagarokksveitin Skullcrusher í sjónvarpsviðtali á N4


Eins og fram hefur komið hér á skagafrettir.is fengu fjórir nemendur úr Tónlistarskóla Akraness viðurkenningu á Nótunni.

Hljómsveitin Skullcrusher vakti þar athygli fyrir flutning sinn á þekktu lagi Metalica – „From Whom the Bell tolls“

Hljómsveitina skipa: Fannar Björnsson, rafgítar, Helgi Rafn Bergþórsson, söngur, Ingibergur Valgarðsson, trommur og Baldur Bent Vattar Oddsson, bassi

Fjallað var um Nótuna á sjónvarpsstöðinni N4 og má sjá innslagið hér fyrir neðan. Umfjöllun um Skagarokksveitina er á 12.20 mínútu.