Víkingur AK hefur aflað vel að undanförnu er þessa stundina á leið til hafnar með fullfermi af kolmunna. Þetta er annar túr skipsins í röð á stuttum tíma þar sem niðurstaðan er fullfermi
,,Aflabrögðin eru góð. Við vorum um þrjá og hálfan sólarhring á veiðum og fengum oftast um 400 tonn í holi eftir 12-14 tíma tog. Mér reiknast til að aflinn nú sé um 2.600 tonn en það er fullfermi miðað við að kæling aflans sé með sem bestum hætti,“ sagði Hjalti Einarsson skipstjóri í viðtali á vef HBGranda.
Skagamaðurinn Albert Sveinsson og Hjalti Einarsson eru skipstjórar á Víkingi Ak.
Nánar á vef HBGranda.