SkagaTV: „Þetta var algjör skita“


Hallur Flosason og Viktor Jónsson, leikmenn karlaliðs ÍA í knattspyrnu fóru í lauflétta keppni í gær á Norðurálsvellinum.

Þar var markmiðið að hitta þverslána sem oftast í þremur tilraunum.

Skagafréttir ræddu við þá félaga um komandi tímabil og þar kom ýmislegt skemmtilegt fram.

Keppnin var að sjálfsögðu hörkuspennandi eins og sjá má í myndbandinu.