SkagaTV: „Við ætlum okkur að berjast um efstu sætin“


Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu er spenntur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins sem fram fer á laugardaginn á Norðurálsvellinum.

Þar mætir ÍA liði KA frá Akureyri og hefst leikurinn kl. 16:00.

Jóhannes segir að ÍA ætli sér að keppa um efstu sæti í Pepsi-Maxdeildinni í sumar og hann lofar skemmtilegu fótboltasumri. Viðtalið er hér í spilaranum hér fyrir neðan.