Það er nóg um að vera í dag í knattspyrnunni á Akranesi.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrsta leik tímabilsins í Pepsi-Maxdeildinni hjá karlaliði ÍA gegn KA frá Akureyri.
ÍATV verður með nýjung í sumar en öflugt lið sjálfboðaliða hefur komið netsjónvarpsstöðinni í fremstu röð á landsvísu.
Í dag hefst upphitunarþáttur á ÍATV kl. 15:00 þar sem að rætt verður við ýmsa gesti áður en stórleikurinn hefst á Norðurálsvelli.
https://www.youtube.com/channel/UCnQHvY_UsVTOWKUfy0bKFug/featured